Finndu þinn Meistara!

“Þú býrð yfir meiru en þig grunar - finndu þinn Meistara”

Meistaraspilin eru hjálpartæki til að þjálfa andlegan styrk og auka fókus. Þau eru einföld í notkun og gott verkfæri til að stunda hugleiðslu og núvitund.

Spilin hjálpa þér að tengja inn á við ásamt því veita innblástur og hvatningu. Með hverju spili fylgja skilaboð sem þú íhugar, tengir við þína líðan og áskoranir hvort heldur sem er í íþróttinni eða lífinu sjálfu.

Þú lærir á hugtök sem er mikilvægt að þekkja til að geta stundað andlega þjálfun.

Hvað segir fagfólkið?

Play Video

Umsagnir

Andlegur styrkur í íþróttum skiptir öllu máli. Hann skilur á milli þeirra sem ná ágætum árangri og þeirra sem ná afburðarárangur. Meistaraspilin eru frábært hjálpartæki sem geta nýst öllum - ég hef bæði nýtt þau í fótboltanum og lífinu sjálfu.

Margrét Lára ViðarsdóttirFyrrum atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu.

Ég nota spilin á hverjum degi, ég hef lesið bækur og greinar um hugarþjálfun, en það er ekkert á við spilin. Þetta er nýtt verkfæri og er fyrir alla íþróttamenn til að komast lengra, halda fókus, halda huganum við efnið. Það er svo auðvelt fyrir stelpur að láta hugann ,,berja sig niður“ en þetta hjálpar mikið til. Ég mæli með þessum spilum.

Margrét Einarsdóttirleikmaður í Olís Deild kvenna í handbolta.

Ég nota spilin á öllum mótum, þau hjálpa mér að komast í mitt rétta hugarástand - fókus, núvitund og jafnvægi. Ég hlakka til að vakna á morgnana og draga 3 spil - góð hugleiðsla og gefur mér innblástur inn í daginn

Haraldur FranklínAtvinnukylfingur.

Frábær leið til að þjálfa hugann og koma sér í rétt hugarástand. Áhugaverð nálgun sem gerir okkur kleift að vera upp á okkar besta þegar mest á reynir.

Jóhann Ingi GunnarssonÍþróttasálfræðingur

Hvort heldur sem um er að ræða íþróttir eða lífið sjálft skiptir ekki síður máli að vera í andlegu formi en líkamlegu. Meistaraspilin eru áhugavert hjálpartæki fyrir íþróttafólk til að byggja upp andlegan styrk

Kristín SigurðardóttirSlysa- og bráðalæknir, streituráðgjafi og fótboltamamma